Leita að atvinnutækifærum

Framleiðsla

H&M eiga ekki neinar verksmiðjur. Þess í stað er fatnaðurinn okkar keyptur frá um 800 sjálfstæðum birgjum, aðallega í Evrópu og Asíu. Á framleiðslustarfstöðvum okkar, sem staðsettar eru um allan heim, sinnum við verklegum hliðum framleiðslunnar og erum í stöðugu sambandi við birgjana.

Framleiðslustarfstöðar okkar panta hjá birgunum og tryggja að vörurnar séu keyptar á réttu verði, gæðin séu mikil og að þær séu afhentar á réttum tíma.

Með yfirgripsmikilli stýringu og endurskoðun tryggjum við að vörurnar fylgi öryggis- og gæðareglum okkar og að þær séu framleiddar við öruggar, sanngjarnar, löglegar og mannúðlegar vinnuaðstæður.

Í stuttu máli tryggja framleiðslustarfstöðvar okkar að frábær tíska H&M sé frábær frá upphafi til enda.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.