Leita að atvinnutækifærum

Útstillingahönnuður

Fylgdu Orpiano í einn dag

Hlutverk útstillingahönnuðar er skapandi og hraðvirkt. Þú æfir, hvetur og þjálfar samstarfsmenn þína til að hugsa stöðugt á markaðslegum nótum. Þegar þú ert góð(ur) í því sem þú gerir eru endalaus tækifæri til starfsframa innan H&M. 

Að segja að þú hafir áhuga á tísku væri vægt til orða tekið. Þú þekkir allar stefnurnar og ert með frábært auga fyrir kynningu á línunum okkar. Við erum að leita að frábærum hópspilara, manneskju fullri af innblæstri – sem veit líka hvernig á að veita öðrum innblástur. Þér líkar að vera miðpunkturinn í öllu og nýtur þess að vera í starfi þar sem enginn dagur er öðrum líkur.

Starf þitt er að kynna fatnaðinn okkar á aðlaðandi hátt og fylgja eftir söluaðgerðum til að tryggja að gott útlit okkar skili sér. Þú berð ábyrgð á gluggum og sýningum í versluninni og gengur úr skugga um að verslunin sé skemmtileg og nýtískuleg að öllu leyti. Þú munt einnig æfa og þjálfa samstarfsmenn þína á staðnum, hvað varðar útstillingar og kynningu á fatnaði.

Getur þú hugsað út fyrir kassann? Hérna er tækifæri þitt til óviðjafnanlegs starfsframa.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.