Leita að atvinnutækifærum

Söluráðgjafi

Fylgdu Anta í einn dag

Söluráðgjafi er ein af mikilvægustu stöðum okkar og frábær leið til að hefja starfsferilinn hjá okkur. Margir stjórnenda okkar byrja á sölugólfinu þar sem allt snýst um framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.

Þú vilt falla vel inn í söluráðgjafateymið okkar, enda ertu fjölhæf manneskja sem nýtur þess að standa vaktina. Þú ert einnig jákvæð, vingjarnleg manneskja með stórkostlega tilfinningu fyrir stíl. Þú hefur frábæra skipulagshæfileika og nýtur þess að vinna með hópi fólks sem er alveg jafn mannblendinn og með áhuga á tísku og þú.

Að vinna í versluninni þýðir að vera fulltrúi H&M. Þú veitir innblástur, leiðbeinir og hjálpar viðskiptavinum okkar á allan hátt. Hvort sem það er á sölusvæðinu, í mátunarklefunum eða við afgreiðslukassana – dreifir þú þeirri gleði sem felst í tískunni. Frábær þjónusta við viðskiptavini felur einnig í sér að handfjatla nýjar fatasendingar og ganga úr skugga um að verslunin sé aðlaðandi. Og auðvitað á maður alltaf að vera upplýst(ur) um allar herferðir okkar og söluaðgerðir.

Eitthvað fyrir þig? Til hamingju – hérna færðu tækifæri til óvenjulegs starfsframa.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.