Leita að atvinnutækifærum

Deildarstjóri

Fylgdu Mörlu í einn dag

Sem deildarstjóri hjá H&M eyðir þú um 80% tímans þar sem allt er að gerast – í versluninni sjálfri. Ekki aðeins vegna þess að það er skemmtilegra, heldur einnig til að styðja við samstarfsfólkið. Þú veist að það er mikilvægt að hlusta á hugmyndir hópsins þíns til að ná afbragðssölutölum og hjálpa honum að þroska færni sína.

Deildarstjórarnir sem við erum að leita að þurfa að vera mjög virkir þátttakendur. Þú nýtur hraðans í rekstrinum. Í starfinu tekur þú snöggar ákvarðanir og kemur þeim í framkvæmd. Þú leysir úr vandamálunum með jákvæðu hugarfari. Þú ert einnig vel skipulagður stjóri og veist hvernig á að örva og hvetja fólk í kringum þig.

Þú rekur deildina með framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á sölusvæðinu, í mátunarklefanum og við afgreiðslukassana. Þegar þú ert ekki í versluninni að styðja við teymið þitt þróar þú söluáætlanir og kynningar á varningi og skipuleggur herferðir og aðgerðir. Þú þjálfar, þroskar og metur söluráðgjafana, ásamt því að skipuleggja og gera áætlanir um árangur deildarinnar.

Tekur þú áskoruninni? Hérna er tækifæri þitt til óviðjafnanlegs starfsframa.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.