Leita að atvinnutækifærum

Endurskoðandi sjálfbærni

Sem endurskoðandi sjálfbærni vinnur þú í náinni samvinnu við birgja okkar til að tryggja að þeir fylgi hátternisreglum H&M, siðareglum og ströngum takmörkunum á notkun kemískra efna.

Hlutverk þitt felur í sér að endurskoða og meta framkvæmd sjálfbærni. Þú miðlar svo niðurstöðunum til birgjastjórnunarteymisins og skilar af þér greiningum á frumorsök.

Þú vaktar framvindu birgjanna daglega miðað við aðgerðaáætlun og gerir þitt besta til að stuðla að endurbótum með því að upplýsa, leiðbeina og þjálfa.

Við erum að leita að einstaklingum með sterkan skilning á rekstri okkar og brennandi áhuga á að þróa vinnuaðstæður og auka lífsgildi annarra.

Líkist þetta þér? Til hamingju – hérna er tækifæri þitt til starfsframa með endalausum tækifærum.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.