Leita að atvinnutækifærum

Vörustjórnun

Í vörustjórnunardeildinni tryggjum við að vörustjórnunarkerfi H&M sé skilvirkt, stöðugt og áreiðanlegt. Við sköpum heildrænar dreifingarlausnir fyrir hvern hlekk í aðfangakeðjunni, frá verksmiðju til verslunar. Þetta merkir að við höfum umsjón með flutningi á sjó, með lestum, á vegum úti og í lofti, ásamt því að ferma, afferma og setja fatnaðinn í geymslu. Fagleg skuldbinding okkar snýst um að veita alltaf gæðaþjónustu, í þágu hvers viðskiptavinar sem heimsækir verslanir okkar.

Við fylgjum ekki bara straumnum. Við stjórnum honum – ásamt þjónustumiðuðum, hæfum og áhugasömum teymum um allan heim.

Á einfaldan hátt tryggir vörustjórnunardeildin að rétta varan komi á réttan stað á réttum tíma, af réttum gæðum og með réttum kostnaði – með minnstu hugsanlegu áhrifum á umhverfið.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.