Leita að atvinnutækifærum

Innréttingar

Innréttingadeildin á aðalskrifstofu okkar þróar, hannar og skipuleggur allar verslanir okkar á heimsvísu. Hér finnur þú arkitekta, hönnuði og verslunarskipuleggjendur, ásamt kaupendum og yfirstjórn, sem vinna öll saman að því að skapa spennandi, viðskiptavænar og skemmtilegar H&M-verslanir. Áskorun okkar er að aðlaga og þróa hugmyndir okkar til að skapa frábærar verslanir fyrir hverja ákveðna staðsetningu og stað – þar sem deildin okkar sérsmíðar allt í hólf og gólf.

Innréttingadeildin er erilsamur staður, þar sem nokkur hundruð nýjar H&M-verslanir eru hannaðar á hverju ári. Markmið fyrirtækisins er að stækka um 10-15% á ári og því sjáum við fram á að annríkinu linni ekki.

Í stuttu máli er það í innréttingadeildinni sem útlit verslana H&M er ákvarðað, skapað og gert að veruleika.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.