Leita að atvinnutækifærum

Fjármál og bókhald

Hnattræna  fjármála- og bókhaldsdeildin er kjarni rekstrar okkar.  Við berum ábyrgð á öllu frá því að borga reikninga til að tryggja sjóðstreymi fyrirtækisins. Við berum einnig ábyrgð á bókhaldsmálum sem tengjast stækkun fyrirtækisins.

Deildin okkar sinnir margvíslegum verkefnum – og þeim fylgir öllum mikil ábyrgð. Sum okkar fást við stefnumarkandi lausnir á verðlagningu og yfirfærslu, sum við útbreiðslu inn á nýja markaði og sum meðhöndla reikningana okkar. Við erum hópur af sérlega metnaðarfullum endurskoðendum, bókhaldsstjórum, bókurum og umsjónarmönnum launa sem unna viðskiptum. Teymið okkar tekur þátt í öllu ferlinu þegar kemur að því að byggja á árangri H&M – allt frá smæstu bókhaldsmálum til hnattrænnar afgreiðslu virðisaukaskatts.

Með öðrum orðum tryggir fjármála- og bókhaldsdeildin að H&M búi yfir fjármálakunnáttu og fjármagni sem þörf er á til að halda áfram að vaxa og færa heiminum nýjustu tísku.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.