Leita að atvinnutækifærum

Samskipti og fjölmiðlar

Í samskipta- og fjölmiðladeildinni stöndum við stöðugt frammi fyrir nýjum og spennandi verkefnum. Við vinnum á hnattræna vísu, aðallega í tengslum við fjölmiðla, almannatengsl um tísku, innri miðlun og tengsl við fjárfesta. Við vinnum með öllum deildum á aðalskrifstofunni og með staðbundnum fagmönnum í samskiptum á öllum mörkuðum okkar.

Mismunandi teymi innan deildarinnar vinna saman til að tryggja að innri og ytri samskipti haldist skýr, hæfileg og samræmd. Við skipuleggjum, samræmum og styðjum fyrirtækið með ýmsum samskiptamálum:

  • Innri samskipti – Einbeitir sér að samskiptum innan fyrirtækisins, upplýsingum og innblæstri.
  • Tengsl við fjölmiðla – Veitir heimspressunni þjónustu allan sólarhringinn.
  • Almannatengsl um tísku – Skapar hnattrænar almannatengslaaðgerðir og þróar stefnumörkun til að undirstrika hönnun okkar og tískuvörur.
  • Tengsl við fjárfesta – Tryggir að fjárhagsupplýsingum okkar sé miðlað skýrt gegnum ýmsar bráðabirgðaskýrslur.

Með öðrum orðum eru samskipti og fjölmiðlar rödd H&M til upplýsingar, hvatningar og miðlunar, bæði meðal starfsmanna okkar og til heimsins.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.