Hlutverk mynsturhönnuðar hjá H&M snýst um hópvinnu. Þú vinnur á aðalskrifstofunni okkar í Stokkhólmi ásamt hönnuðum, kaupendum og rekstrarstjórum við að þróa nýja tískulínur. Vinnustaðurinn er kraftmikill, hraður og skapandi og hver dagur er einstakur.
Við leitum að aðila sem getur umbreytt sýn hönnuðar í tískulínu sem selst. Þú ert sveigjanlegur, smáatriðamiðaður og mikill fagmaður.
Þér verður falið að umbreyta hönnunarsýn okkar í fatnað með réttu sniði, útlínum og notagildi. Þú teiknar mynstur, mátar sýnishorn á fyrirsætur og gínur ásamt hönnunarteyminu þínu og þú fylgir alltaf eftir tískulínunum í verslunum okkar. Mikilvægur hluti starfs þíns er að fylgjast með tískunni í dag og tískustraumum framtíðar.
Er vit í þessu? Hérna er tækifæri þitt til óvenjulegs starfsframa.