Leita að atvinnutækifærum

Kaupandi

Fylgdu Jenný og Shoreh í einn dag

Hlutverk kaupanda hjá H&M snýst um hópvinnu. Þú vinnur á aðalskrifstofunni okkar í Stokkhólmi ásamt mynsturhönnuðum, hönnuðum og viðskiptastjórum við að þróa nýja tískulínur. Vinnustaðurinn er kraftmikill, hraður og skapandi og hver dagur einstakur.

Við erum að leita að einhverjum sem er með auga fyrir viðskiptastefnum á heimsvísu og með sjötta skilningarvitið fyrir því hvað það er sem selst – um allan heim. Það er auðveldast í þessu starfi að kaupa tískuvörur fyrir verslanirnar okkar, netverslunina og vörulistana, en það er erfiðara að selja þær. Þess vegna þarft þú einnig að vera góð(ur) í að skipuleggja og athuga með afgreiðslutíma og stöðugt að vera á höttunum eftir nýjum sölutækifærum.

Sem kaupandi stjórnar þú og berð ábyrgð á að hámarka sölu og arðsemi innan þíns hóps. Starfið felur einnig í sér áætlanagerð, þróun og framleiðslu vörulínu fyrir þinn hóp og þú þarft að leggja fram bæði áætlaðar og nákvæmar tímaáætlanir og fjárhagsáætlanir.

Slær hjartað örlítið hraðar núna? Hérna er tækifæri þitt til óvenjulegs starfsframa.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.