Leita að atvinnutækifærum

Tíska, gleði og fjör!

Sem einn af stærstu smásölum tískufatnaðar í heiminum býður H&M endalaus atvinnutækifæri. Umhverfi hraða og erils með mikilli fjölbreytni – staður þar sem viðskiptavinurinn er alltaf miðpunktur athyglinnar.

Í dag starfa um 179,000 manns hjá H&M á meira en 74 mörkuðum.

En það sem gerir okkur virkilega áberandi eru hinir ótrúlegu starfsmenn okkar. Frá glæsilegum söluráðgjöfum og útstillingarhönnuðum til tölvusnillinga og skipuleggjenda með viðskiptavit – allir okkar starfsmenn deila miklum metnaði og þeirri skoðun að allt sé mögulegt, svo ekki sé minnst á næmu auga fyrir tísku. Það er þeim að þakka að við höfum vaxið – með yfir 5,043 verslanir á meira en 74 mörkuðum um allan heim. Og við höldum áfram að vaxa.

Gildin okkar – H&M-andinn

Gildin okkar endurspegla hjarta og sál H&M. Þau skilgreina hvað þarf til að vinna hér og hvernig við stöndum að málum. Þegar þeim er beitt í þágu samstarfsmanna og viðskiptavina hjálpa þau þér til að þroskast og vaxa. Hvert fyrir sig kunna þessi gildi að virðast augljós, en saman mynda þau menningu sem við teljum að sé einstök og frábrugðin mörgum öðrum fyrirtækjum.

WE BELIEVE IN PEOPLE
WE ARE ONE TEAM
CONSTANT IMPROVEMENT
STRAIGHTFORWARD AND OPEN-MINDED
ENTREPRENEURIAL SPIRIT
KEEP IT SIMPLE
COST-CONSCIOUS


Hvernig við vinnum saman

Fólk vitnar um árangur okkar og við skuldbindum okkur til að vera góður vinnuveitandi. Með því að bjóða upp á skemmtilegan, skapandi og kraftmikinn vinnustað vöxum við öll saman.

Nálgun okkar mótast af sterkri virðingu fyrir hverjum einstaklingi. Þetta á við um alla þætti vinnunnar – frá sanngjörnum launum, vinnustundum og félagafrelsi, til jafnra tækifæra til vaxtar og þroska innan fyrirtækisins. Að vera góður vinnuveitandi er sérstaklega mikilvægt í löndum þar sem lög og reglugerðir standa okkar eigin mælikvörðum og kröfum að baki.

Við höfum sterka siðferðilega nálgun. Það þýðir að við tökum skýra afstöðu gegn mismunun og áreiti hvar sem við störfum. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli fjölbreytni hvað varðar aldur, kyn og uppruna, en hún er mikill kostur fyrir fyrirtækið okkar. Jafnrétti er okkur mjög mikilvægt. Sem dæmi um það eru 50% stjórnarmanna konur.

Hjá H&M aðhyllumst við „opingáttarregluna“ sem veitir öllum starfsmönnum rétt til að ræða vinnutengd málefni beint við stjórnendur. Starfsmenn okkar hafa rétt til að semja sameiginlega. Við sækjumst stöðugt eftir góðum tengslum við starfsmenn, jafnt sem launþegasamtök og verkalýðsfélög.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.