Leita að atvinnutækifærum

Endalausir atvinnumöguleikar

Þar sem við erum stöðugt að vaxa erum við alltaf á höttunum eftir hæfileikafólki – fyrir öll svið fyrirtækisins. Slástu í hóp með okkur í hvetjandi, hröðu, spennandi og síbreytilegu umhverfi, þar sem atvinnumöguleikar þínir eru endalausir.

Við trúum á okkar fólk og hvetjum alltaf til nýrra hugmynda og frumkvæðis. Með þjálfun og forystuleiðsögn eru engin takmörk á möguleikum á árangursríkum og alþjóðlegum starfsframa innan H&M. Markmið okkar er að starf hjá H&M sé meira en bara starf – að það sé upphafið á starfsferli fullum af möguleikum.


Kynnstu fólkinu okkar

Árangursríkur starfsferill með stöðuhækkunum og persónulegum vexti – þetta er Paul
Frá söluráðgjafa til yfirmanns mannauðs á heimsvísu – þetta er Sanna
Hver ný staða færir nýjar áskoranir og tækifæri – þetta er Silky

Starfsframi þinn hjá okkur

Það eru margar leiðir til að þróa starfsframa þinn hjá okkur. Í boði eru frábær tækifæri til vaxtar og þroska, bæði faglega og á persónulegum nótum, gegnum innri ráðningar- og vinnuskipti, fara á milli starfa og takast á við ný ábyrgðarstörf. Við erum til staðar um allan heim og kröftug útþensla okkar færir mörg tækifæri fyrir alþjóðleg verkefni. 

Hjá H&M eru engar fastmótaðar starfsframabrautir. Við hvetjum þig til að taka virkan þátt í að þróa starfsferil þinn. Skilaðu góðu verki hér og nú, komdu gildum okkar í framkvæmd – og vertu framtíðarstjarna hjá okkur!


Allir skipta máli

Gildin okkar, H&M-andinn, tengja starfsmenn H&M um allan heim. Hvert sem hlutverk þitt er leggur þú þitt af mörkum bæði með því að standa undir ábyrgð þinni og með því að vera lifandi dæmi um gildi okkar. Í fáum orðum: HVAÐ þú gerir er jafnmikilvægt og HVERNIG þú gerir það. Þannig skapast vinnustaður þar sem hver og einn í teyminu er fyrirmynd og skiptir máli.


Gildisknúin forysta

Hjá H&M snýst forysta um innblástur, úthlutun verkefna, endurgjöf og hvatningu. Leiðtogar okkar vísa veginn með fordæmi sínu, enda alltaf knúnir af gildum okkar og metnaði til að láta fólkið okkar og reksturinn vaxa.

Flestir leiðtoga okkar hafa verið ráðnir innanhúss og við bjóðum upp á æfingu, þjálfun og leiðbeiningaáætlanir til að stuðla að þroska þeirra. 

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.