Leita að atvinnutækifærum

Algengar spurningar um framleiðslu

Hver eru helstu ábyrgðarstörfin í framleiðslu?

Í framleiðslu umbreytum við hönnunarhugmyndum í raunverulegar vörur sem hægt er að kaupa í verslunum okkar um allan heim. Framleiðslustöðvar okkar eru aðal tengistaðurinn við birgðasala á staðnum, þar sem fengist er við tímanlega og hagnýta þætti allra pantana.


Eiga H&M einhverjar verksmiðjur eða framleiðsluver?

H&M eiga ekki neinar verksmiðjur eða framleiðsluver; þess í stað vinnum við með um það bil 800 sjálfstæðum birgjum.


Hvað vinna margir í framleiðslustöðvunum?

Liðlega 2.100 starfsmenn vinna í framleiðslustöðvum okkar um allan heim.


Where are the Production Offices located?

 • Bangladesh: Dhaka og Chittagong
 • Búlgaríu: Sófíu
 • Kambódíu: Phnom Penh
 • Kína: Sérstaka sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong, Shanghai og Guangzhou
 • Eþíópíu: Addis Ababa
 • Indlandi: Bangalore, Nýju-Delí
 • Indónesíu: Jakarta
 • Ítalíu: Mílanó
 • Myanmar: Yangon
 • Kóreu: Seoul
 • Pakistan: Karachi
 • Portúgal: Portó
 • Rúmeníu: Búkarest
 • Sri Lanka: Kólombó
 • Svíþjóð: Stokkhólmi
 • Tyrklandi: Istanbúl
 • Víetnam: Ho Chi Minh-borg

Hverjar eru hinar mismunandi deildir og störf í framleiðslu?

Við vinnum t.d innan stýringar, sjálfbærni, mannauðs, gæða, afkastagetu, upplýsingatækni, flutninga, aðfangakeðju, bókhalds og yfirstjórnar.


Hver eru dæmigerð störf í framleiðslu?

Almennt ráðum við t.d. innkaupastjóra, fatatækna, afkastagetustjóra, endurskoðendur sjálfbærni og rekstrarstjóra.


Vinnið þið eftir innri stöðuhækkunum við framleiðslu?

Já, við kunnum að meta hæfileikafólk og bjóðum upp á ýmis tækifæri til stöðuhækkunar, jafnt sem alþjóðleg tækifæri. Við hvetjum til innri hreyfanleika.


Bjóðið þið upp á einhver náms- og þroskatækifæri?

Hjá H&M viljum við að starfsmenn okkar þroskist og vaxi. Við bjóðum upp á innanhússþjálfun á öllum stigum.


Vinnur framleiðsla með öllum vörumerkjunum innan H&M Group?

Já, við vinnum með öllum vörumerkjunum innan H&M Group (H&M, H&M Home, COS, Weekday, Monki, Cheap Monday, & Other Stories, ARKET, Afound).


Hvernig get ég sótt um starf við framleiðslu í öðru landi?

Vinsamlegast breyttu staðsetningu þessa vefsvæðis, veldu þér land og leitaðu að störfum í boði. Áður en þú sækir um skaltu ganga úr skugga um að þú sért hæf(ur) til að vinna í því tiltekna landi.

 

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.