Leita að atvinnutækifærum

Auðvitað er ávinningur!

Hjá H&M er okkur annt um starfsmennina. Það er okkur mikilvægt að þér finnist þú vera metin(n) að verðleikum og að komið sé vel fram við þig á allan hátt. Þegar til lengri tíma er litið er það vellíðan þín sem er lykillinn að árangri okkar. Í reynd þýðir þetta að starfsmenn okkar um allan heim njóta mikils ávinnings. Athugaðu hann!


Verslaðu fyrir enn minna

Eins og þú veist þegar er verðið hjá H&M frábært – en fyrir starfsmann er það jafnvel enn betra! Allir okkar starfsmenn fá afslátt þegar þeir versla hjá H&M – um allan heim.


Hagnastu á árangri okkar

Hvatakerfi H&M, HIP, virkjar og verðlaunar daglega hollustu starfsmanna okkar og langtímaþátttöku. Byrjunarframlag frá stjórnarformanninum, Stefan Persson, og fjölskyldu, ásamt framlögum í framtíðinni frá H&M Group, verður dreift jafnt til starfsmanna okkar í tímans rás – án tillits til stöðu og launa. Þú sem starfsmaður munt geta hagnast af gildisvexti H&M á sama hátt og hluthafar okkar gera. Lesa meira!


Þjálfun og þroski

H&M býður upp á innanhússþjálfun á hverju stigi. Við viljum að H&M sé staður þar sem starfsmönnum okkar finnst þeir mikilsmetnir og þar sem þeir fá færi á að þroskast. Þetta næst fram bæði með starfaskiptum innanhúss og möguleikum á stöðuhækkun, ásamt því að bjóða upp á alþjóðleg tækifæri. Við bjóðum einnig upp á byrjandanámskeið fyrir söluráðgjafa, deildarstjóra, útstillingahönnuði og verslunarstjóra.


Endurskoðanir og opnar samræður

Við trúum því að endurgjöf og starfsmat skipti sköpum fyrir þroska og ánægju starfsmanna okkar. Árlegar samræður og endurskoðun launa eru aðeins nokkur af verkfærunum sem við beitum til að hvetja til persónulegs og faglegs þroska.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.