Leita að atvinnutækifærum

Gagnlegar ábendingar áður en þú sækir um

Ert þú að leita að starfsframa hjá aðlaðandi og spennandi fyrirtæki þar sem þú skiptir máli á hverjum degi? Stórkostlegt! Við hlökkum til að fá umsóknina þína. Til að auðvelda þér það eru hér nokkrir punktar til umhugsunar.


1. Leitaðu upplýsinga

Það er mikilvægt að þú leitir upplýsinga og sért vel undirbúin(n) þegar sótt er um stöðu. Á hm.com getur þú lesið allt um okkur og undir FAQ (algengar spurningar) finnur þú svörin við flestum algengustu spurningunum um starfsframa hjá H&M.

Svaraðu spurningalistanum okkar til að komast að hvort þú deilir H&M-andanum!


2. Umsóknin þín

 • Lestu auglýsinguna alltaf vandlega til að ganga úr skugga um að þú uppfyllir kröfurnar.
 • Skoðaðu ferilsskrána þína og kynningarbréfið og ef nauðsyn krefur skaltu laga þau að stöðunni sem þú ert að sækja um.
 • Útskýrðu hvers vegna þú ert að sækja um stöðuna.
 • Leggðu áherslu á hvers vegna þú hentar vel í starfið.
 • Hafðu kynningarbréfið ekki of langt. Ein síða nægir.

3. Hvað næst?

 • Þegar við fáum umsóknina þína í hendur sendum við þér staðfestingartölvupóst.
 • Við kynnum okkur umsókn þína og þú mátt búast við að heyra frá okkur innan um það bil 2 vikna.
 • Ráðningaraðilar okkar hafa samband við þig gegnum tölvupóst eða síma.
 • Ef þú vilt uppfæra ferilsskrána þína, eða ef þú vilt sækja um aðra stöðu hjá H&M, gerir þú einfaldlega nauðsynlegar breytingar í núverandi forstillingu. Notandanafn og aðgangsorð haldast óbreytt.

4. Viðtalið

 • Vertu vel undirbúin(n) fyrir viðtalið við okkur. Þú finnur mikið af gagnlegum upplýsingum hér á atvinnusíðunum okkar.
 • Undirbúðu svör við spurningum eins og: Hvers vegna ættum við að ráða þig? Hvers vegna vilt þú vinna hjá H&M? Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina með okkur
 • Slakaðu á, vertu þú sjálf(ur) og vertu heiðarleg(ur). Líttu á viðtalið sem ævintýri þar sem þú lærir eitthvað nýtt um sjálfa(n) þig og um H&M.
 • Allir hafa veikleika – vertu ekki hrædd(ur) um að viðurkenna þína! Á hvaða sviðum þarft þú að bæta þig og þroskast?
 • Hverju á að klæðast? Klæddu persónuleika þinn og leyfðu gleði tískunnar að leiðbeina þér – enginn á von á jakkafötum og vesti!

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.