Leita að atvinnutækifærum

Halló námsmenn!


Sameinið vinnu og nám

Við fáum margar fyrirspurnir frá námsmönnum sem langar að vinna hlutastörf, eða yfir hátíðarnar. Vissulega er hlutastarf í einni af verslunum okkar frábært tækifæri til að hefja starfsframa þinn hjá H&M. Það er fullkominn leið til að kynnast okkur og það getur þróast upp í fullt starf og jafnvel alþjóðlegan starfsframa. Velkomin(n) í skemmtilega og fordómalausa vinnumenningu með sveigjanlegum vinnustundum og mikilli einstaklingsábyrgð!


Starfsnám og verkefni fyrir lærlinga

Í sumum sölulöndum okkar getur þú unnið sem starfsnemi í verslunum okkar og af og til koma upp tækifæri á starfstöðvum okkar til að sækja um starfsnám og verkefni fyrir nema. Allar slíkar lausar stöður verða taldar upp undir Störf í boði.

Á aðalskrifstofunni okkar í Svíþjóð bjóðum við upp á starfsnám og verkefni fyrir starfsnema, til dæmis á sviði rekstrarstjórnunar, upplýsingatækni og innkaupa og hönnunar. Heimsæktu sænska starfsframavefsvæðið og lestu meira.


Ertu að skrifa ritgerð eða lokaritgerð?

Hefur þú áhuga á að skrifa ritgerð eða lokaritgerð um H&M? Stórkostlegt! Því miður munum við ekki geta tekið virkan þátt í því verkefni þar sem við höfum ekki þann tíma eða úrræði sem þarf til veita því þá athygli sem það verðskuldar. Hins vegar vonum við að þú finnir fullt af staðreyndum, tölum og gagnlegum upplýsingum hér á hm.com.

H&M nota vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram að nota þjónustu okkar göngum við út frá því að þú sért ánægð(ur) með það. Meira um vafrakökur.